Translate

Friday, 2 May 2014

Babyshower


Við stelpurnar héldum lítið óvænt babyshower fyrir elsku Köru okkar í kvöld. Mikið sem það var stressandi og auðvitað skemmtilegt í leiðinni. Ég elska svona kvöld, að hitta vinkonurnar, spjalla og borða góðan mat. Húsmóðirin sjálf (já ég) skellti í eina oreó-rósaköku , klassísku rice krispís sem hætta aldrei að vera góðar og döðlukonfekt í tilefni dagsins og þó ég segi sjálf frá þá var þetta guðdómlega ljúffengt.

Milli lagið í kökunni.. ég slefa við það eina að horfa á þessa mynd!

fyrsta tilraun mín af rósunum og alls ekki sú síðasta!


döðlukonfektið góða

Ég er svo yfir mig spennt að fá litla vin okkar í heiminn!!

:*
Við hefðum getað sent þetta kort í öll heimsins hús og kræsingarnar hefðu samt ekki klárast haha, stofuborðið mitt er stútfullt af afgöngum.(kvartekki)


JÁ það er víst komin helgi, ég er gjörsamlega týnd í dögunum í þessu fæðingarorlofi!! Ég veit ángríns aldrei hvaða dagur er..En helgin okkar á eftir að fara mikið í það að horfa á fótbolta og kíkja í heimsóknir býst ég við, sem ég er alls ekki að hata :-)


aðeins of mikið satt

Vona að þið eigið eftir að eiga góða helgi kæru vinir,

Elva Björk






No comments:

Post a Comment