Það er alltaf svo gaman þegar það eru frídagar, allt sem er opið er troðfullt af fjölskyldum að gera sér glaðan dag og allir svo fínir og glaðir. Við kíktum í Smáralindina og það voru nánast raðir út í öllum búðum og krakkar hlaupandi útum allt. Skiptum nokkrum flíkum sem Daníel Aron fékk í skírnargjöf, ég fékk mér bikiní í tilefni þess að það séu bara nokkrir dagar í fló og svo fann ég mér gleraugu. Lét loksins verða að því að fara og finna mér ný, brussan sjálf þurfti náttúrulega að brjóta gömlu þannig að það var ekki séns að laga þau..og þá voru þau auðvitað búin í búðinni og ekkert á leiðinni aftur. Mætti stundum halda að ég væri bogmaður, ég get verið alveg rosalega seinheppin, eða kannski fljótfær frekar ég veit það ekki. Naglalakkaði mig til dæmis í morgun í stíl við jakkan sem ég var í því ég ætlaði í opnum skóm í bæinn, alltíeinu langaði mig svo að skipta um buxur og auðvitað klíndi ég öllu naglalakkinu í buxurnar, fór svo og sótti skóna og auðvitað þurftu þeir að vera í sitthvori stærð (hvernig hef ég ekki hugmynd um) þannig opnir skór voru út úr myndinni. Dreif mig svo í aðra skó og út í bíl og auðvitað gleymdi ég öllu dótinu sem ég ætlaði að skipta... Ég get verið alveg ferleg en sem betur fer er þetta fyndið eftir á, en ekki neitt fyndið á meðan þetta skeður samt..
Allavegana, við fórum svo á Saffran(surprise..ég veit) eftir góðan tíma í Smáralindinni og hittum þar Köru og Eystein. Eftir saffran er alltaf vesturbæjarís og auðvitað var stútfullt þar eins og allstaðar annarstaðar en þessi lömb létu sig hafa það og biðu í hálftíma röð. Okei vá þetta er bara að breytast í einhverja dagbók hérna hjá mér..sorry með mig.

Jæja það er komin tími á að ég fari að sofa eins og restin hérna á heimilinu, maður verður að njóta þess að sofa þegar litli dúllinn minn sefur. Kem með betra blogg seinna, lofa.
P.s afsaka ef þetta er allt út-atað í stafsetningarvillum, ég nenni ekki að lesa yfir þetta.
Ætla láta nokkrar myndir frá deginum fylgja..
<3<3<3<3<3<3<3
Sætu feðgarnir mínir
Smá stopp í hnoðrakoti
Elska þennan strák svo fáránlega mikið
Hnoðrakotið, yndislegur staður
<3
Yndislegur dagur í alla staði :)

Jæja það er komin tími á að ég fari að sofa eins og restin hérna á heimilinu, maður verður að njóta þess að sofa þegar litli dúllinn minn sefur. Kem með betra blogg seinna, lofa.
P.s afsaka ef þetta er allt út-atað í stafsetningarvillum, ég nenni ekki að lesa yfir þetta.
Ætla láta nokkrar myndir frá deginum fylgja..
<3<3<3<3<3<3<3

Alltaf byrjað á þessum
Sætu feðgarnir mínirSmá stopp í hnoðrakoti
Elska þennan strák svo fáránlega mikið
Hnoðrakotið, yndislegur staður
<3
Yndislegur dagur í alla staði :)
No comments:
Post a Comment