Translate

Thursday, 8 May 2014

8.MAÍ


Gleðilegan fimmtudag.
Ég hef lítinn sem engan tíma til þess að skrifa færsluna sem ég ætlaði að skrifa en langaði bara að benda öllum á að lesa eina áhugaverða grein sem ég las um daginn...Þið finnið hana HÉR
Hverju mynduð þið breyta?


Nauðsynlegt að lesa svona greinar inn á milli 

Elva Björk


Tuesday, 6 May 2014

Guilty pleasure


Ég veit ekki hvort ég eigi að kalla þetta guilty pleasure..eða bara pleasure en ég er mikill húsaáhugamaður. Ég gæti ángríns eytt tímunum saman að skoða flott hús og hafa þeir verið ófáir rúntarnir í Reykjavík með vinkonum mínum að skoða hús. Eins fáránlega og þetta hljómar get ég bara ekkert að þessu gert haha. Pínu krípí svona þegar ég fer að hugsa útí það reyndar, að skoða annarra manna hús sé bara eitt það skemmtilegasta sem ég geri. (okei ekki alveg, en þið vitið) Ég datt inná húsin hjá fræga fólkinu áðan og ég verð að deila nokkrum með ykkur..þvílíkir öfgar. (kannski smá því ég veit ekkert hvað ég á að blogga um annað líka hehh)

                                                                                                                                                                                                           
Hérna býr Eddie Murphy. Ekki nema 33 klósett..ætli það dugi?

Oprah á þetta reyndar fallega hús.
Will&Jada Smith. Búa þarna einungis fimm einstaklingar! lol
Þetta er inni hjá Mark Wahlberg. Hversu nice samt!!?
Getaway húsið hans Donald Trump...ég sjálf myndi nú ekkert taka minna í mál fyrir mitt húsmæðraorlof svo ég skil hann bilað vel bara jájá
Okei þetta er án efa draumahúsið mitt. Ég slefa! Alex Rodrigues á þetta augnakonfekt. Húsið sem Simon Cowell notaði til að dæma hópinn sinn í xfactor..ef einhver er xfactor lúði eins og ég. heh

Þarna býr hinn eini sanni Justin bieber..eyddi ekki nema 10.800.000 dollurum í þetta kvikindi. Ég bý í alveg eins..nema það eru sex íbúðir ekki ein, og fjölskyldur í hverjari ekki einn einstaklingur. halló??

Mér finnst þessi hús ekki flott, eða jújú kannski alveg flott en ég væri aldrei til í að búa í svona nema jú auðvitað húsinu hans Alex Rodrigues.. ég myndi flytja þangað á stundinni.
Ég er líka að followa húsa-instagram síðu (okei hvað er að haha) og mætti stundum halda að ég sjálf væri að halda þessari síðu uppi þar sem ALLT sem kemur þarna inn, lætur mig missa vatnið.


nei svona í alvöru? hvað er þetta fallegt hús eiginlega?

Ef þessi hús láta mann ekki vilja mennta sig vel þá er eitthvað að ..

Okei nóg með þessi hús..ég gæti eflaust haldið áfram í allan dag og látið mig dreyma...það er nú í lagi svona af og til að láta sig dreyma..hvað er þetta.

Annars var helgin mín æði, litla systir mín varð íslandsmeistari í körfunni og voru mikil fagnaðarlæti. Hún er snilli þessi elska. Svo er ferming næst á dagskrá svo það eru busy dagar hjá okkur fjölskyldu núna næstu daga sem er ekkert nema skemmtilegt :):)


Ein pínu skemmtileg <3

eeeeeen ég ætla að fara sinna húsverkum núna og svona kósý á meðan elsku Daníel Aron minn sefur.
Eigið góðan dag :)

Elva Björk


















                       

Friday, 2 May 2014

Babyshower


Við stelpurnar héldum lítið óvænt babyshower fyrir elsku Köru okkar í kvöld. Mikið sem það var stressandi og auðvitað skemmtilegt í leiðinni. Ég elska svona kvöld, að hitta vinkonurnar, spjalla og borða góðan mat. Húsmóðirin sjálf (já ég) skellti í eina oreó-rósaköku , klassísku rice krispís sem hætta aldrei að vera góðar og döðlukonfekt í tilefni dagsins og þó ég segi sjálf frá þá var þetta guðdómlega ljúffengt.

Milli lagið í kökunni.. ég slefa við það eina að horfa á þessa mynd!

fyrsta tilraun mín af rósunum og alls ekki sú síðasta!


döðlukonfektið góða

Ég er svo yfir mig spennt að fá litla vin okkar í heiminn!!

:*
Við hefðum getað sent þetta kort í öll heimsins hús og kræsingarnar hefðu samt ekki klárast haha, stofuborðið mitt er stútfullt af afgöngum.(kvartekki)


JÁ það er víst komin helgi, ég er gjörsamlega týnd í dögunum í þessu fæðingarorlofi!! Ég veit ángríns aldrei hvaða dagur er..En helgin okkar á eftir að fara mikið í það að horfa á fótbolta og kíkja í heimsóknir býst ég við, sem ég er alls ekki að hata :-)


aðeins of mikið satt

Vona að þið eigið eftir að eiga góða helgi kæru vinir,

Elva Björk






Thursday, 1 May 2014

1.MAÍ



Það er alltaf svo gaman þegar það eru frídagar, allt sem er opið er troðfullt af fjölskyldum að gera sér glaðan dag og allir svo fínir og glaðir. Við kíktum í Smáralindina og það voru nánast raðir út í öllum búðum og krakkar hlaupandi útum allt. Skiptum nokkrum flíkum sem Daníel Aron fékk í skírnargjöf, ég fékk mér bikiní í tilefni þess að það séu bara nokkrir dagar í fló og svo fann ég mér gleraugu. Lét loksins verða að því að fara og finna mér ný, brussan sjálf þurfti náttúrulega að brjóta gömlu þannig að það var ekki séns að laga þau..og þá voru þau auðvitað búin í búðinni og ekkert á leiðinni aftur. Mætti stundum halda að ég væri bogmaður, ég get verið alveg rosalega seinheppin, eða kannski fljótfær frekar ég veit það ekki. Naglalakkaði mig til dæmis í morgun í stíl við jakkan sem ég var í því ég ætlaði í opnum skóm í bæinn, alltíeinu langaði mig svo að skipta um buxur og auðvitað klíndi ég öllu naglalakkinu í buxurnar, fór svo og sótti skóna og auðvitað þurftu þeir að vera í sitthvori stærð (hvernig hef ég ekki hugmynd um) þannig opnir skór voru út úr myndinni. Dreif mig svo í aðra skó og út í bíl og auðvitað gleymdi ég öllu dótinu sem ég ætlaði að skipta... Ég get verið alveg ferleg en sem betur fer er þetta fyndið eftir á, en ekki neitt fyndið á meðan þetta skeður samt..

Allavegana, við fórum svo á Saffran(surprise..ég veit) eftir góðan tíma í Smáralindinni og hittum þar Köru og Eystein. Eftir saffran er alltaf vesturbæjarís og auðvitað var stútfullt þar eins og allstaðar annarstaðar en þessi lömb létu sig hafa það og biðu í hálftíma röð. Okei vá þetta er bara að breytast í einhverja dagbók hérna hjá mér..sorry með mig.



Jæja það er komin tími á að ég fari að sofa eins og restin hérna á heimilinu, maður verður að njóta þess að sofa þegar litli dúllinn minn sefur. Kem með betra blogg seinna, lofa.
P.s afsaka ef þetta er allt út-atað í stafsetningarvillum, ég nenni ekki að lesa yfir þetta.

Ætla láta nokkrar myndir frá deginum fylgja..


<3<3<3<3<3<3<3


Alltaf byrjað á þessum

 Sætu feðgarnir mínir
 Smá stopp í hnoðrakoti
 Elska þennan strák svo fáránlega mikið
 Hnoðrakotið, yndislegur staður
 <3
Yndislegur dagur í alla staði :)

Góðanótt