Ég veit ekki hvort ég eigi að kalla þetta guilty pleasure..eða bara pleasure en ég er mikill húsaáhugamaður. Ég gæti ángríns eytt tímunum saman að skoða flott hús og hafa þeir verið ófáir rúntarnir í Reykjavík með vinkonum mínum að skoða hús. Eins fáránlega og þetta hljómar get ég bara ekkert að þessu gert haha. Pínu krípí svona þegar ég fer að hugsa útí það reyndar, að skoða annarra manna hús sé bara eitt það skemmtilegasta sem ég geri. (okei ekki alveg, en þið vitið) Ég datt inná húsin hjá fræga fólkinu áðan og ég verð að deila nokkrum með ykkur..þvílíkir öfgar. (kannski smá því ég veit ekkert hvað ég á að blogga um annað líka hehh)
Hérna býr Eddie Murphy. Ekki nema 33 klósett..ætli það dugi?
Oprah á þetta reyndar fallega hús.
Will&Jada Smith. Búa þarna einungis fimm einstaklingar! lol
Þetta er inni hjá Mark Wahlberg. Hversu nice samt!!?
Getaway húsið hans Donald Trump...ég sjálf myndi nú ekkert taka minna í mál fyrir mitt húsmæðraorlof svo ég skil hann bilað vel bara jájá
Okei þetta er án efa draumahúsið mitt. Ég slefa! Alex Rodrigues á þetta augnakonfekt. Húsið sem Simon Cowell notaði til að dæma hópinn sinn í xfactor..ef einhver er xfactor lúði eins og ég. heh
Þarna býr hinn eini sanni Justin bieber..eyddi ekki nema 10.800.000 dollurum í þetta kvikindi. Ég bý í alveg eins..nema það eru sex íbúðir ekki ein, og fjölskyldur í hverjari ekki einn einstaklingur. halló??
Mér finnst þessi hús ekki flott, eða jújú kannski alveg flott en ég væri aldrei til í að búa í svona nema jú auðvitað húsinu hans Alex Rodrigues.. ég myndi flytja þangað á stundinni.
Ég er líka að followa húsa-instagram síðu (okei hvað er að haha) og mætti stundum halda að ég sjálf væri að halda þessari síðu uppi þar sem ALLT sem kemur þarna inn, lætur mig missa vatnið.
nei svona í alvöru? hvað er þetta fallegt hús eiginlega?
Ef þessi hús láta mann ekki vilja mennta sig vel þá er eitthvað að ..
Okei nóg með þessi hús..ég gæti eflaust haldið áfram í allan dag og látið mig dreyma...það er nú í lagi svona af og til að láta sig dreyma..hvað er þetta.
Annars var helgin mín æði, litla systir mín varð íslandsmeistari í körfunni og voru mikil fagnaðarlæti. Hún er snilli þessi elska. Svo er ferming næst á dagskrá svo það eru busy dagar hjá okkur fjölskyldu núna næstu daga sem er ekkert nema skemmtilegt :):)

Ein pínu skemmtileg <3
eeeeeen ég ætla að fara sinna húsverkum núna og svona kósý á meðan elsku Daníel Aron minn sefur.
Eigið góðan dag :)
Elva Björk