Translate

Wednesday, 2 July 2014

:)

Hæææææ :)
Það eru nokkrir búnir að spurja mig um uppskriftina af þessum súkkulaði-muffins sem ég geri stundum.
Ætla deila henni bara hérna með ykkur..

Hráefni
125 gr mjúkt smjör (eða smjörvi, eg nota hann)
125 gr sykur
100 gr hveiti
2 egg
2 msk mjólk
1 tsk lyftiduft
2 msk kakó
(Þessi uppskrift gerir ca 12 muffins minnir mig) 
Aðferð
Ofninn hitaður í 190°, smjör og sykur þeytt saman þar til það er orðið loftkennt. Eggjum og mjólk bætt við og svo sigtað hveiti, kakó og lyftiduft út í og þeytt þar til deigið er orðið jafnt.(ég sleppi oft að sigta ef ég hef lítinn tíma svo það er allt í lagi) Bakað í miðjum ofni í 10-15 mín eða þar til gaffall kemur þurr út.
Kæli kökurnar og set svo vanillu smjörkrem á.
Það passar svo vel á þessar og gerir kökurnar svoo góðar!

Smjörkrem
250 gr mjúkt smjör 
500gr flórsykur
4 tsk vanilludropar
2 msk mjólk

Þessi smjörkrems uppskrift er svoldið stór og sirka ég oft bara út hvað ég þarf mikið. En alltaf betra að hafa of mikið en of lítið því það er alveg gott að hafa mikið krem..

17.júní kakan mín var líka þessi uppskrift (mér finnst hún bara svo góð hehe).
Gerði uppskriftina bara tvöfalda og beint í kökuform..en þá þarf hún mun lengri tíma inn í ofni.
Þessi gullmoli minn varð líka 4.mánaða í gær! Mér finnst vera endalaust langt síðan ég fæddi hann en samt finnst mer hann hafa verið ungabarn sem hélt ekki haus í gær!! Tíminn er svo fljótur að líða og ég er þakklát á hverjum degi fyrir að eiga svona heilbrigðan og flottan strák <3

Ég vil líka troða því hérna inn að ég á svo mikið bestu foreldra í heimi. Þau eru svo góð og leggja alltaf allt
 sitt fram til þess að hjálpa. Ég elska þau svo mikið <3

 

<3<3<3<3


Elva væmna er farin að gera sig til fyrir mömmu-hitting.
Bless í bili
xxxxxxxx







Sunday, 15 June 2014

MAÍ/JÚNÍ


Já okei..............

Ég var bara búin að gleyma því að ég ætti blogg? Róbert spurði mig um daginn hvort ég væri hætt að blogga, og ég þurfti að hugsa í smástund hvað hann væri að tala um? ég á bara ekki til eitt aukatekið orð yfir mér þessa dagana.

EN mikið hefur gerst á þessum mánuði sem ég hef ekki skrifað og er stór partur af honum Florida.
Við fórum ansi mörg saman eða við Róbert með lillan okkar, systir Róberts með fjölskylduna sína og svo foreldrar hans. Það var mjög yndisleg ferð og vorum við öll saman í rosa flottu húsi. Ég var pínu stressuð að fara með svona lítið kríli í svona langt flug og í svona mikinn hita en litli minn stóð sig eins og hetja. Ekki margir tveggja mánaða guttar sem hafa komið á jafn marga staði og hann og verður gaman að segja honum frá þessari ferð þegar hann verður stór! En við komum svo heim 5.júní eftir rúmmar 3 vikur í Ameríkunni og við erum fyrst núna, tíu dögum seinna að ná okkur aftur í íslenska tímann.  Nokkrar myndir frá FLÓ og dögunum eftir heimkomu herna fyrir neðan, set svo restina af myndunum bráðlega á FB..ef ég gleymi því ekki þ.e.a.s


FLE

Feðgarnir mínir þreyttir eftir allt ferðalagið <3

f.a.l.l.e.g.t

Við kíktum yfir til Melbourne á frænkur mínar


KRÚTT!! (p.s daniel aron er ekki i sinum stol lol)

Sea World. Daníel Aron varði pottþétt titilinn Youngest guest..

Amma og afi með barnabörnin á sýningu

International Drive. á eitt stk grínara

Það var mikið svitnað í þessum hita :)

Mall at Millenia. FAV! sérstaklega MAC búðin þar
sem þeir selja ýmsar vörur BARA þarna. love it

Fun spot.

nei OKEI hversu kjút?????

Ég verð alltaf fimm ára þegar ég panta Starbucks ;-)))

Reddý í heimferð!

Gullið mitt sem svaf bara alla leiðina heim <3

Það var gott að koma heim og hitta yndislegu
mömmurnar mínar og börnin þeirra aftur!!

Guðmundur Ingvar, sonur Önnu Helgu og Daníel Aron að vera sætastir!! 

Kaffitár með mínum

Þær hafa verið ófáar heimsóknirnar í Reykjavíkina eftir að við komum
heim til að hitta nýja vin okkar <33333333333

Sunnudagsbaksturinn þennan sunnudaginn :P
(jebb ég splæsti í pé kall) mögulega bestu muffins sem ég hef smakkað.

Skráði mig í HA og ætla í Viðskiptafræði með áherslu
á stjórnun og fjármál í haust. SPENNT

Auka herbergið, eða geymslan nýtt í fataherbergi og læri aðstöðu.


GÓÐA NÓTT 

xxxxxx












Thursday, 8 May 2014

8.MAÍ


Gleðilegan fimmtudag.
Ég hef lítinn sem engan tíma til þess að skrifa færsluna sem ég ætlaði að skrifa en langaði bara að benda öllum á að lesa eina áhugaverða grein sem ég las um daginn...Þið finnið hana HÉR
Hverju mynduð þið breyta?


Nauðsynlegt að lesa svona greinar inn á milli 

Elva Björk


Tuesday, 6 May 2014

Guilty pleasure


Ég veit ekki hvort ég eigi að kalla þetta guilty pleasure..eða bara pleasure en ég er mikill húsaáhugamaður. Ég gæti ángríns eytt tímunum saman að skoða flott hús og hafa þeir verið ófáir rúntarnir í Reykjavík með vinkonum mínum að skoða hús. Eins fáránlega og þetta hljómar get ég bara ekkert að þessu gert haha. Pínu krípí svona þegar ég fer að hugsa útí það reyndar, að skoða annarra manna hús sé bara eitt það skemmtilegasta sem ég geri. (okei ekki alveg, en þið vitið) Ég datt inná húsin hjá fræga fólkinu áðan og ég verð að deila nokkrum með ykkur..þvílíkir öfgar. (kannski smá því ég veit ekkert hvað ég á að blogga um annað líka hehh)

                                                                                                                                                                                                           
Hérna býr Eddie Murphy. Ekki nema 33 klósett..ætli það dugi?

Oprah á þetta reyndar fallega hús.
Will&Jada Smith. Búa þarna einungis fimm einstaklingar! lol
Þetta er inni hjá Mark Wahlberg. Hversu nice samt!!?
Getaway húsið hans Donald Trump...ég sjálf myndi nú ekkert taka minna í mál fyrir mitt húsmæðraorlof svo ég skil hann bilað vel bara jájá
Okei þetta er án efa draumahúsið mitt. Ég slefa! Alex Rodrigues á þetta augnakonfekt. Húsið sem Simon Cowell notaði til að dæma hópinn sinn í xfactor..ef einhver er xfactor lúði eins og ég. heh

Þarna býr hinn eini sanni Justin bieber..eyddi ekki nema 10.800.000 dollurum í þetta kvikindi. Ég bý í alveg eins..nema það eru sex íbúðir ekki ein, og fjölskyldur í hverjari ekki einn einstaklingur. halló??

Mér finnst þessi hús ekki flott, eða jújú kannski alveg flott en ég væri aldrei til í að búa í svona nema jú auðvitað húsinu hans Alex Rodrigues.. ég myndi flytja þangað á stundinni.
Ég er líka að followa húsa-instagram síðu (okei hvað er að haha) og mætti stundum halda að ég sjálf væri að halda þessari síðu uppi þar sem ALLT sem kemur þarna inn, lætur mig missa vatnið.


nei svona í alvöru? hvað er þetta fallegt hús eiginlega?

Ef þessi hús láta mann ekki vilja mennta sig vel þá er eitthvað að ..

Okei nóg með þessi hús..ég gæti eflaust haldið áfram í allan dag og látið mig dreyma...það er nú í lagi svona af og til að láta sig dreyma..hvað er þetta.

Annars var helgin mín æði, litla systir mín varð íslandsmeistari í körfunni og voru mikil fagnaðarlæti. Hún er snilli þessi elska. Svo er ferming næst á dagskrá svo það eru busy dagar hjá okkur fjölskyldu núna næstu daga sem er ekkert nema skemmtilegt :):)


Ein pínu skemmtileg <3

eeeeeen ég ætla að fara sinna húsverkum núna og svona kósý á meðan elsku Daníel Aron minn sefur.
Eigið góðan dag :)

Elva Björk


















                       

Friday, 2 May 2014

Babyshower


Við stelpurnar héldum lítið óvænt babyshower fyrir elsku Köru okkar í kvöld. Mikið sem það var stressandi og auðvitað skemmtilegt í leiðinni. Ég elska svona kvöld, að hitta vinkonurnar, spjalla og borða góðan mat. Húsmóðirin sjálf (já ég) skellti í eina oreó-rósaköku , klassísku rice krispís sem hætta aldrei að vera góðar og döðlukonfekt í tilefni dagsins og þó ég segi sjálf frá þá var þetta guðdómlega ljúffengt.

Milli lagið í kökunni.. ég slefa við það eina að horfa á þessa mynd!

fyrsta tilraun mín af rósunum og alls ekki sú síðasta!


döðlukonfektið góða

Ég er svo yfir mig spennt að fá litla vin okkar í heiminn!!

:*
Við hefðum getað sent þetta kort í öll heimsins hús og kræsingarnar hefðu samt ekki klárast haha, stofuborðið mitt er stútfullt af afgöngum.(kvartekki)


JÁ það er víst komin helgi, ég er gjörsamlega týnd í dögunum í þessu fæðingarorlofi!! Ég veit ángríns aldrei hvaða dagur er..En helgin okkar á eftir að fara mikið í það að horfa á fótbolta og kíkja í heimsóknir býst ég við, sem ég er alls ekki að hata :-)


aðeins of mikið satt

Vona að þið eigið eftir að eiga góða helgi kæru vinir,

Elva Björk