Hæææææ :)
Það eru nokkrir búnir að spurja mig um uppskriftina af þessum súkkulaði-muffins sem ég geri stundum.
Það eru nokkrir búnir að spurja mig um uppskriftina af þessum súkkulaði-muffins sem ég geri stundum.
Ætla deila henni bara hérna með ykkur..
Hráefni
Hráefni
125 gr mjúkt smjör (eða smjörvi, eg nota hann)
125 gr sykur
100 gr hveiti
2 egg
2 msk mjólk
1 tsk lyftiduft
2 msk kakó
(Þessi uppskrift gerir ca 12 muffins minnir mig)
Aðferð
Aðferð
Ofninn hitaður í 190°, smjör og sykur þeytt saman þar til það er orðið loftkennt. Eggjum og mjólk bætt við og svo sigtað hveiti, kakó og lyftiduft út í og þeytt þar til deigið er orðið jafnt.(ég sleppi oft að sigta ef ég hef lítinn tíma svo það er allt í lagi) Bakað í miðjum ofni í 10-15 mín eða þar til gaffall kemur þurr út.
Kæli kökurnar og set svo vanillu smjörkrem á.
Það passar svo vel á þessar og gerir kökurnar svoo góðar!
Það passar svo vel á þessar og gerir kökurnar svoo góðar!
Smjörkrem
250 gr mjúkt smjör
500gr flórsykur
4 tsk vanilludropar
2 msk mjólk
Þessi smjörkrems uppskrift er svoldið stór og sirka ég oft bara út hvað ég þarf mikið. En alltaf betra að hafa of mikið en of lítið því það er alveg gott að hafa mikið krem..
Gerði uppskriftina bara tvöfalda og beint í kökuform..en þá þarf hún mun lengri tíma inn í ofni.
Þessi gullmoli minn varð líka 4.mánaða í gær! Mér finnst vera endalaust langt síðan ég fæddi hann en samt finnst mer hann hafa verið ungabarn sem hélt ekki haus í gær!! Tíminn er svo fljótur að líða og ég er þakklát á hverjum degi fyrir að eiga svona heilbrigðan og flottan strák <3
Ég vil líka troða því hérna inn að ég á svo mikið bestu foreldra í heimi. Þau eru svo góð og leggja alltaf allt sitt fram til þess að hjálpa. Ég elska þau svo mikið <3
Ég vil líka troða því hérna inn að ég á svo mikið bestu foreldra í heimi. Þau eru svo góð og leggja alltaf allt sitt fram til þess að hjálpa. Ég elska þau svo mikið <3
No comments:
Post a Comment