Ég lét loksins verða að því...
Mig hefur lengi langað að eiga eitt stk blogg en aldrei komið því í verk..ýmist ekki nennt því og sagt við sjálfan mig þau frægu orð 'á morgun'. En það er alveg komin tími á að ég stígi út fyrir minn þægindarramma og hætti að vera 'á morgun' letinginn og láti verða að því sem mig langar að gera. Ég er líka í fæðingarorlofi núna og ef það er einhvertímann tími fyrir þetta..þá er það sko klárlega núna og ætla ég bara að deila með ykkur því sem rennur í gegnum hugann minn á hverjum degi :) Vara samt pínu við barna-bloggum þannig þau ykkar sem eruð bara alls ekki fyrir börn eiga ef til vill ekkert eftir að fýla þetta blogg :) sonur minn, hann Daníel Aron á nefninlega svo marga ættingja sem búa víðsvegar um heiminn og úti á landi og þetta er pínu fyrir þá alla líka, að fá að fylgjast með honum og okkur fjölskyldu hérna í njarðvíkinni.
En ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili...
No comments:
Post a Comment