Ég er náttúrulega bara enganvegin að trúa því að það sé að koma MAÍ á morgun!! Hvað er að frétta með þennan tíma, hann gjörsamlega flýgur frá manni og áður en við öll vitum af verðum við orðin gömul og grá og þurfum aðstoð við að skeina okkur. Já það er sko eins gott að njóta augnabliksins og gera sem mest úr tímanum sem maður hefur hér. Ég segi þetta í alvörunni aldrei nógu oft, njótið.
amen
Hef pælt svoldið mikið í því upp á síðkastið hvað margir pæla í því hvað öðrum finnst. Að pæla í hvað öðrum finnst er eitt það sem ég hata mest í þessum heimi. Það eru svo ótrúlega margir sem lifa svoleiðis, langa kannski að gera eitthvað en eru svo hræddir við álit og skoðun annars fólks að það hættir einfaldlega við það sem þeim langar að gera. Ég var sjálf svona, og veit hvað það er ömurlegt að pæla í þessu og er svo guðs lifandi fegin að vera laus við þennan djöful, já ég ætla að kalla þetta djöful. Í alvörunni, h.æ.t.t.u.m að pæla í hvað öðrum finnst um okkur og okkar ákvarðanir og gerum það sem okkur langar til að gera, gerum það sem gerir okkur hamingjusöm. Það eru líka svo margir sem lifa eins og þeir fái annað líf og önnur tækifæri, en svo er nefninlega bara alls ekki. Veit eg hljóma eins og ég hafi verið að útskrifast frá Gunnari í krossinum en það er bara svo alltof mikill sannleikur í þessu haha....það nennir nefninlega engin að kveikja á þessu 70.ára, held það sé bara núll gaman.
Okei ég skal hætta að leika sálfræðing hérna áður en þið skemmið tölvurnar ykkar af ælu.
Hafið það rosa gott á þessum yndislega frídegi á morgun, við fjölskylda ætlum að njóta hans í borginni og gera eitthvað skemmtilegt saman þar sem pabbinn er í fríi :)
Lots of love,