Translate

Wednesday, 30 April 2014

xx


Ég er náttúrulega bara enganvegin að trúa því að það sé að koma MAÍ á morgun!! Hvað er að frétta með þennan tíma, hann gjörsamlega flýgur frá manni og áður en við öll vitum af verðum við orðin gömul og grá og þurfum aðstoð við að skeina okkur. Já það er sko eins gott að njóta augnabliksins og gera sem mest úr tímanum sem maður hefur hér. Ég segi þetta í alvörunni aldrei nógu oft, njótið


amen

Hef pælt svoldið mikið í því upp á síðkastið hvað margir pæla í því hvað öðrum finnst. Að pæla í hvað öðrum finnst er eitt það sem ég hata mest í þessum heimi. Það eru svo ótrúlega margir sem lifa svoleiðis, langa kannski að gera eitthvað en eru svo hræddir við álit og skoðun annars fólks að það hættir einfaldlega við það sem þeim langar að gera. Ég var sjálf svona, og veit hvað það er ömurlegt að pæla í þessu og er svo guðs lifandi fegin að vera laus við þennan djöful, já ég ætla að kalla þetta djöful. Í alvörunni, h.æ.t.t.u.m að pæla í hvað öðrum finnst um okkur og okkar ákvarðanir og gerum það sem okkur langar til að gera, gerum það sem gerir okkur hamingjusöm. Það eru líka svo margir sem lifa eins og þeir fái annað líf og önnur tækifæri, en svo er nefninlega bara alls ekki. Veit eg hljóma eins og ég hafi verið að útskrifast frá Gunnari í krossinum en það er bara svo alltof mikill sannleikur í þessu haha....það nennir nefninlega engin að kveikja á þessu 70.ára, held það sé bara núll gaman.



Okei ég skal hætta að leika sálfræðing hérna áður en þið skemmið tölvurnar ykkar af ælu.
Hafið það rosa gott á þessum yndislega frídegi á morgun, við fjölskylda ætlum að njóta hans í borginni og gera eitthvað skemmtilegt saman þar sem pabbinn er í fríi :)

Lots of love,

Elva Björk








Tuesday, 29 April 2014

uno



Ég lét loksins verða að því...

Mig hefur lengi langað að eiga eitt stk blogg en aldrei komið því í verk..ýmist ekki nennt því og sagt við sjálfan mig þau frægu orð 'á morgun'. En það er alveg komin tími á að ég stígi út fyrir minn þægindarramma og hætti að vera 'á morgun' letinginn og láti verða að því sem mig langar að gera. Ég er líka í fæðingarorlofi núna og ef það er einhvertímann tími fyrir þetta..þá er það sko klárlega núna og ætla ég bara að deila með ykkur því sem rennur í gegnum hugann minn á hverjum degi :) Vara samt pínu við barna-bloggum þannig þau ykkar sem eruð bara alls ekki fyrir börn eiga ef til vill ekkert eftir að fýla þetta blogg :) sonur minn, hann Daníel Aron á nefninlega svo marga ættingja sem búa víðsvegar um heiminn og úti á landi og þetta er pínu fyrir þá alla líka, að fá að fylgjast með honum og okkur fjölskyldu hérna í njarðvíkinni.

En ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili... 

stay tuned.