Translate

Monday, 13 April 2015

Bloggleysið


Fullt háskólanám, vinna, heima með eins árs grallara og æfingar myndi ég telja ansi góða og gilda afsökun fyrir bloggleysi. Það koma dagar þar sem ég vildi hreinlega óska þess að það væru fleiri klukkutímar í sólarhring :) :) 



En ansi margt hefur runnið til sjávar frá síðast bloggi mínu, Daníel Aron varð eins árs 1.mars og héldum við auðvitað veislu fyrir gullið, yndislegur og efirminnilegur dagur. Ég varð árinu eldri nokkrum dögum eftir honum og ég er alltaf eins og barn á jólunum þegar ég á afmæli, mér finnst það svo ótrúlega skemmtilegt.
Við Róbert skelltum okkur á langþráðann fótboltaleik í Liverpool, sú upplifun og sú skemmtun að upplifa þetta með honum. Ég er alveg farin að telja niður á næsta leik :-) Páskarnir komu og þeir eru líka alltaf jafn skemmtilegir, mikið um góðan mat og fjölskylduboð..hvað er yndislegra?


Daníel Aron byrjaði svo í aðlögun hjá dagmömmunni í síðustu viku og er það að ganga fram úr mínum björtustu vonum. Það var greinilega verið að vanda til verks þegar hann kom undir (djók, samt ekki) því þessi drengur er það allra besta og gleður hjartað mitt svo mikið á hverjum einasta degi !! :-) 


Jæja ég hef ekki samvisku í meira blogg því ég á að vera læra, ætla leyfa nokkrum myndum að fylgja því ég veit að það er bara hundleiðinlegt að lesa myndalaust blogg. 

Munum bara að stoppa og njóta augnabliksins :*
 (góð vísa er aldrei of oft kveðin hehe)



Daníel Aron með sætustu skvísunum í afmælinu hjá Söru stóru frænku.

Stóra systirin bakaði auðvitað fyrir afmælisbarnið :*

Pabbi er alltaf að bardúsa eitthvað en
hann smíðaði nánast allt á þessari mynd fyrir prinsessuna 

Skemmtilegast að fara út.


Allt að koma í labbinu hjá litla gulli

Móðurhlutverkið verður bara yndislegra og yndislegra með hverjum deginum sem líður! og ég lofa krakkar mínir, þetta er sko engin lýgi :*

Elska þessa fínu vinkonu mína upp á vegg

My study partner in crime.


ÁST OG FRIÐUR TIL YKKAR.

ÞANGAÐ TIL NÆST  :* :*