Translate

Sunday, 15 June 2014

MAÍ/JÚNÍ


Já okei..............

Ég var bara búin að gleyma því að ég ætti blogg? Róbert spurði mig um daginn hvort ég væri hætt að blogga, og ég þurfti að hugsa í smástund hvað hann væri að tala um? ég á bara ekki til eitt aukatekið orð yfir mér þessa dagana.

EN mikið hefur gerst á þessum mánuði sem ég hef ekki skrifað og er stór partur af honum Florida.
Við fórum ansi mörg saman eða við Róbert með lillan okkar, systir Róberts með fjölskylduna sína og svo foreldrar hans. Það var mjög yndisleg ferð og vorum við öll saman í rosa flottu húsi. Ég var pínu stressuð að fara með svona lítið kríli í svona langt flug og í svona mikinn hita en litli minn stóð sig eins og hetja. Ekki margir tveggja mánaða guttar sem hafa komið á jafn marga staði og hann og verður gaman að segja honum frá þessari ferð þegar hann verður stór! En við komum svo heim 5.júní eftir rúmmar 3 vikur í Ameríkunni og við erum fyrst núna, tíu dögum seinna að ná okkur aftur í íslenska tímann.  Nokkrar myndir frá FLÓ og dögunum eftir heimkomu herna fyrir neðan, set svo restina af myndunum bráðlega á FB..ef ég gleymi því ekki þ.e.a.s


FLE

Feðgarnir mínir þreyttir eftir allt ferðalagið <3

f.a.l.l.e.g.t

Við kíktum yfir til Melbourne á frænkur mínar


KRÚTT!! (p.s daniel aron er ekki i sinum stol lol)

Sea World. Daníel Aron varði pottþétt titilinn Youngest guest..

Amma og afi með barnabörnin á sýningu

International Drive. á eitt stk grínara

Það var mikið svitnað í þessum hita :)

Mall at Millenia. FAV! sérstaklega MAC búðin þar
sem þeir selja ýmsar vörur BARA þarna. love it

Fun spot.

nei OKEI hversu kjút?????

Ég verð alltaf fimm ára þegar ég panta Starbucks ;-)))

Reddý í heimferð!

Gullið mitt sem svaf bara alla leiðina heim <3

Það var gott að koma heim og hitta yndislegu
mömmurnar mínar og börnin þeirra aftur!!

Guðmundur Ingvar, sonur Önnu Helgu og Daníel Aron að vera sætastir!! 

Kaffitár með mínum

Þær hafa verið ófáar heimsóknirnar í Reykjavíkina eftir að við komum
heim til að hitta nýja vin okkar <33333333333

Sunnudagsbaksturinn þennan sunnudaginn :P
(jebb ég splæsti í pé kall) mögulega bestu muffins sem ég hef smakkað.

Skráði mig í HA og ætla í Viðskiptafræði með áherslu
á stjórnun og fjármál í haust. SPENNT

Auka herbergið, eða geymslan nýtt í fataherbergi og læri aðstöðu.


GÓÐA NÓTT 

xxxxxx